Brunahvammur

Brunahvammur (N65°31.62-W15°25.89)

Bærinn í Brunahvammi (340 m) stóð fremst í þurrlendum hvammi drjúgan spöl frá Hofsá, undir Brunahvammshálsi nokkru utan við Hölkná. Þjóðvegur 85 liggur rétt fyrir ofan bæjarhvamminn. Brunahvammur mun hafa verið hjáleiga frá Bustarfelli og lengst af í eigu Bustarfellsbænda. Frumbyggi er talinn vera Páll Jónsson, en seinna byrjuðu þar búskap sinn Valdimar Jóhannesson og Guðfinna skáldkona (Erla) og fæddist þar Þosteinn skáld 1918. Jörðin þótti góð til búskapar með fornu lagi en nokkuð mannfrek til heyskapar og fjárgæslu. Þá þótti torfrista léleg og mór var enginn. Frá aldamótum til 1913 var Brunahvammur tvisvar í eyði , í alls 6 ár en eftir það í samfelldri byggð til 1945.

 Brunahvammur

ÞJÓNUSTUAÐILAR

 Brunahvammur
X