Á Hreindýrasslóðum

Skjöldólfsstaðir bjóða upp á gistingu, tjalstæði, veitingar, veislusal, sundlaug er á staðnum og Hákonarstofa er staðsett á Skjöldólfsstöðum. Eftir að Hákon Aðalsteinsson lést, reisti Stefán Geir Stefánsson, veiðifélagi Hákonar og vinur hans, þetta minnismerki um Hákon og var Hákonarstofa vígð sumarið 2009.

Leðurvinnustofa Ólavíu hefur verið flutt frá Klausturseli og í Skjöldólfsstaði og í galleríinu er varningur úr hreindýraskinni til sölu ásamt ullarvörum. Vinnustofan er opin öllum og er opnunartími frá 10-17.

Hægt að fá léttar máltíðir auk þess sem er lítil verslun á staðnum. Á matseðlinum má finna t.d hreindýraborgara og hreindýrabollur ásamt ýmsu öðru góðgæti.
Á Skjöldólfstöðum er hægt að taka á leigu hátíðarsal fyrir ýmsar uppákomur. Í húsnæði Skjöldólfsstaðaskóla eru öll aðstaða til veisluhalda af hvaða tagi sem er. Þar er fullkomin eldhús aðstaða til að undirbúa og halda stórveislur.

Hátíðarsalur: Á Hreindýrasslóðum býður upp á bjartan og góðan hátíðarsal, sem tekur 150 manns í sæti.

ÞJÓNUSTUAÐILAR

https://www.ahreindyraslodum.is/

Skjöldólfsstaðir á Jökuldal | Sími: 471-2006 / 895-1085 | allij@centrum.is

X